Áskorun vikunnar: Nárateygja

Nárateygja

Mjaðmirnar eru ekki bara stærstu liðamótin okkar, heldur líka þau stirðustu. Allar hreyfingar sem við gerum fyrir mjaðmasvæðið eru góðar og við ættum eiginlega alltaf að hreyfa mjaðmirnar eitthvað aðeins þegar við stöndum upp eftir langvarandi setu.

Í þessari viku ætlum við að teygja aðeins á nára.

nárateygja

Skref fyrir skref

Það ættu flestir að geta fundið einhverja teygju í þessari stöðu sem er lýst hér að neðan. Sumir finna mikla nárateygju á meðan aðrir þurfa að leita aðeins meira að teygjunni hjá sér. Reyndu að fylgja skrefunum hér fyrir neðan sem best. Athugaðu að þú ert ekkert endilega að gera æfinguna rangt þó að þú finnir enga teygju. Við erum öll misjöfn hvað varðar byggingu og lag í skrokknum.

1. Stattu upp

Jafnvel þó þú gerir ekkert meira, þá mun það eitt að standa upp gera góða hluti fyrir kroppinn og ekki síst mjaðmir. Hefur þú einhverja hugmynd um hvað þú situr í margar klst á dag? Ég hvet þig til að telja saman klukkustundirnar sem þú situr – það mun örugglega koma þér á óvart hvað þetta er raunverulega langur tími!

nárateygja

3. Stígðu fram með hægri fæti

Veldu annaðhvort:

  • lítið eða stórt skref
  • aftari hæll í gólfi eða ekki

Svo skaltu

  • spenna rass og þrýsta mjöðmum fram
  • horfa upp á við og þrýsta brjóstkassa fram í leiðinni

Stundum þarf að leita betur að teygjunni:

  • teygja vinstri hendi upp í átt að lofti
  • vera innskeif/ur á vinstri fæti
  • Snúa upp á búk til hægri – horfa til hægri
  • spenna greipar fyrir aftan bak og þrýsta brjóstkassa aðeins fram/upp

4. Nárateygja

Haltu teygjunni í 2-5 andardrætti og skiptu svo um hlið.

Reyndu að hafa hina öxlina slaka og kannski er gott að „dúa“ aðeins inn og útúr teygjunni.

nárateygja

Nú er komið að þér!

Hálshreyfingar eins og allar æfingar, skilar mestum árangri ef þú framkvæmir hana reglulega. Best er að gera æfinguna daglega og langbest er að tengja æfinguna við eitthvað sem þú gerir nú þegar. Eitthvað sem er nú þegar partur af þínum venjum.

 

Ég skora á þig að standa upp núna og framkvæma þessa einföldu æfingu. Allt sem þarf til er vilji og nokkur andartök!

Það er bara til eitt  eintak af þér. Farðu vel með það.

Aðstoð?

Á miðvikudaginn kl 09:00 verður live útsending á Facebook þar sem farið verður í þessa æfingu skref fyrir skref. Smelltu við LIKE á Facebook síðu Jakkafatajóga og fáðu tilkynningu um leið og við förum í loftið. >>Smelltu hérna<<

Viltu heldur fá aðstoð kennara? Bókaðu Jakkafatajóga á vinnustaðinn eða komdu í jóga með Eygló á kvöldin í Víkurhvarfi 1, Kópavogi.

Eygló fór sjálf að stunda jóga árið 2008 og má segja að hún hafi kolfallið fyrir áhrifunum sem iðkunin hafði á hana. Strax í janúar 2009 hóf hún svo jógakennaranám hjá Guðjóni Bergmann með það að markmiði að dýpka eigin iðkun. Þó ætlunin hafi upphaflega ekki verið að leggja stund á jógakennslu í kjölfarið, þá hóf hún að kenna reglulega tíma snemma sama ár og með tímanum fór hún að kenna sína eigin tíma undir merkjum Yoga með Eygló. Eygló hefur því stundað jógakennslu frá 2009. Árið 2013 stofnaði hún svo Jakkafatajóga með það að markmiði að koma hreyfingu inn í daglega dagskrá almennings og þannig útrýma kyrrsetukvillum.