Áhersla vikunnar ~ mjaðmir
Við höldum nú áfram að vinna í liðkunaræfingum niður eftir líkamanum og í þessari viku einblínum við á mjaðmir. Í janúar höfum við þegar farið vel í axlir og brjóstbak
Lesa pistil síðustu viku um brjóstbak >>hérna<<
Mjaðmir eru sólin …
Ef líkami okkar væri sólkerfi, þá væru mjaðmirnar sólin. Það þýðir að þessi líkamshluti hefur svakalega mikil áhrif á alla hina. Ef við erum stíf eða of liðug eða með mikinn mun á milli hliða í mjöðmum, þá getur það myndað veika punkta allt frá hæl og upp í öxl.
Það kemur kannski á óvart, en í raun má líkja kroppnum öllum við langa keðju með mörgum hlekkjum. Undir átaki þolir öll keðjan eingöngu það álag sem veikasti hlekkurinn þolir.
Lesa meira um veika hlekk líkamans >>hérna<<
Mjaðmir eru stærstu liðamót líkamans, en jafnframt þau stirðustu, og eru það ekki síst vegna þess hversu mikið við sitjum.
Í þessari viku, í hvert sinn sem þú stendur upp, reyndu þá að hreyfa mjaðmir eitthvað smá. OK!?
Hvar á að byrja
Best er að byrja bara!
Standa upp og hreyfa sig, prófa allskonar hreyfingar, athuga hvernig líðanin er í kroppnum við hina og þessa hreyfingu. Engar áhyggjur, þú færð nokkrar tillögur hérna fyrir neðan.
Það er einnig mjög áhrifaríkt að nudda svæðið. Við getum reyndar komist mjög langt í að losa um spennu og Trigger punkta í líkamanum með boltanuddinu sem við bjóðum upp á í samstarfi við Happy Hips.
Trigger punktar eru spennupunktar sem safnast fyrir í vöðvum. Þeir geta sent frá sér leiðniverki eða doða til nær- eða fjærliggjandi svæða. Við boltanuddið hitnar líkaminn og allt flæði eykst og bandvefurinn bæði mýkist og lengist. Allt þetta leiðir til bættrar hreyfigetu og minni verkja á spennusvæðum.
Lestu meira um Happy Hips og Jakkfatajóga >>hérna<<
Byrja bara…
Einfaldar mjaðmahreyfingar
í standandi stöðu:
- Nárateygja ~ hægt að gera t.d. á meðan þú bíður eftir að kaffivélin láti renna í nýjan bolla
- Mjaðmahringir ~ hægt að gera t.d. á meðan þú ert í lyftunni en veist að þú hefðir átt að taka stigann
Viltu meira?
Fylgdu Jakkafatajóga á Facebook, því á hverjum fimmtudegi kl 10 setjum við inn stutt myndband með þægilegum æfingum til að gera við skrifborðið, eða í eldhúsinu, eða hvar sem þú ert staddur/ stödd.
Myndband þessarar viku verður tileinkað hreyfingum fyrir mjaðmir. Vertu með okkur og liðkaðu þig til á 5 mínútum.
>>Finndu okkur á Facebook hérna<<
Þú getur einnig alltaf >>haft samband hér<< eða sent tölvupóst á eyglo@jakkafatajoga.is