Áhersla vikunnar ~ mjaðmir

Við höldum nú áfram að vinna í liðkunaræfingum niður eftir líkamanum og í þessari viku einblínum við á mjaðmir. Í janúar höfum við þegar farið vel í axlir og brjóstbak

Lesa pistil síðustu viku um brjóstbak >>hérna<<

Mjaðmir eru sólin …

Ef líkami okkar væri sólkerfi, þá væru mjaðmirnar sólin. Það þýðir að þessi líkamshluti hefur svakalega mikil áhrif á alla hina. Ef við erum stíf eða of liðug eða með mikinn mun á milli hliða í mjöðmum, þá getur það myndað veika punkta allt frá hæl og upp í öxl.

Það kemur kannski á óvart, en í raun má líkja kroppnum öllum við langa keðju með mörgum hlekkjum. Undir átaki þolir öll keðjan eingöngu það álag sem veikasti hlekkurinn þolir.

Lesa meira um veika hlekk líkamans >>hérna<<

Mjaðmir eru stærstu liðamót líkamans, en jafnframt þau stirðustu, og eru það ekki síst vegna þess hversu mikið við sitjum.

Í þessari viku, í hvert sinn sem þú stendur upp, reyndu þá að hreyfa mjaðmir eitthvað smá. OK!?

Hvar á að byrja

Best er að byrja bara!

Standa upp og hreyfa sig, prófa allskonar hreyfingar, athuga hvernig líðanin er í kroppnum við hina og þessa hreyfingu. Engar áhyggjur, þú færð nokkrar tillögur hérna fyrir neðan.

Það er einnig mjög áhrifaríkt að nudda svæðið. Við getum reyndar komist mjög langt í að losa um spennu og Trigger punkta í líkamanum með boltanuddinu sem við bjóðum upp á í samstarfi við Happy Hips.

Trigger punktar eru spennupunktar sem safnast fyrir í vöðvum. Þeir geta sent frá sér leiðniverki eða doða til nær- eða fjærliggjandi svæða. Við boltanuddið hitnar líkaminn og allt flæði eykst og bandvefurinn bæði mýkist og lengist. Allt þetta leiðir til bættrar hreyfigetu og minni verkja á spennusvæðum.

Lestu meira um Happy Hips og Jakkfatajóga >>hérna<<

Byrja bara…

Einfaldar mjaðmahreyfingar

í standandi stöðu:

  • Nárateygja ~ hægt að gera t.d. á meðan þú bíður eftir að kaffivélin láti renna í nýjan bolla

mjaðmir

  • Mjaðmahringir ~ hægt að gera t.d. á meðan þú ert í lyftunni en veist að þú hefðir átt að taka stigann

mjaðmirViltu meira?

Fylgdu Jakkafatajóga á Facebook, því á hverjum fimmtudegi kl 10 setjum við inn stutt myndband með þægilegum æfingum til að gera við skrifborðið, eða í eldhúsinu, eða hvar sem þú ert staddur/ stödd.

Myndband þessarar viku verður tileinkað hreyfingum fyrir mjaðmir. Vertu með okkur og liðkaðu þig til á 5 mínútum.

>>Finndu okkur á Facebook hérna<<

Þú getur einnig alltaf >>haft samband hér<< eða sent tölvupóst á eyglo@jakkafatajoga.is

mjaðmir

 

Eygló fór sjálf að stunda jóga árið 2008 og má segja að hún hafi kolfallið fyrir áhrifunum sem iðkunin hafði á hana. Strax í janúar 2009 hóf hún svo jógakennaranám hjá Guðjóni Bergmann með það að markmiði að dýpka eigin iðkun. Þó ætlunin hafi upphaflega ekki verið að leggja stund á jógakennslu í kjölfarið, þá hóf hún að kenna reglulega tíma snemma sama ár og með tímanum fór hún að kenna sína eigin tíma undir merkjum Yoga með Eygló. Eygló hefur því stundað jógakennslu frá 2009. Árið 2013 stofnaði hún svo Jakkafatajóga með það að markmiði að koma hreyfingu inn í daglega dagskrá almennings og þannig útrýma kyrrsetukvillum.