Áhersla vikunnar ~ efra bak

Efra bak líður mikið fyrir það hversu mikið við sitjum. Veistu hversu mikið þú situr daglega? Prófaðu að taka það saman. Líklega lítur dagurinn svipað út hjá okkur flestum, við sitjum:

  • við morgunverðarborðið
  • í bílnum á leiðinni í vinnuna
  • í vinnunni
  • í hádegismatnum
  • í vinnunni
  • í kaffitímanum
  • í vinnunni
  • í bílnum á leiðinni heim
  • við kvöldmatarborðið
  • í sófanum fyrir framan sjónvarpið / fyrir framan tölvuna

Meðalmanneskjan situr um 80% af sínum vökutíma. Við þurfum að breyta þessu!

Besta leiðin er að byrja hjá sjálfum sér. Þín vellíðan er í þínum höndum.

Lesa meira um hugleiðinguna: Ábyrgð á eigin vellíðan

Allt nema kyrrsetan

Líkaminn er hannaður til að hreyfa sig mikið, bak er þar ekki undanskilið og hreyfigetan í bakinu er reyndar bara ágætlega góð.

Hryggurinn hefur hreyfigetu

  • fram (kryppa)
  • aftur (fetta)
  • til beggja hliða
  • snúning í báðar áttir

bak

Hvað með efra bak?

Ef við gætum okkar ekki, eigum við á hættu að tapa fyrir þyngdaraflinu. Aflið sem togar okkur stanslaust niður á jörðina, er að hjálpa okkur að mynda kryppu á bakinu. Ef við gætum ekki að styrk og liðleika í baki þá mun þyngdaraflið með tímanum vinna á okkur.

Hvort sem þú situr eða stendur þá skaltu núna prófa eftirfarandi:

  • réttu úr þér
  • hallaðu höfðinu aftur
  • þrýstu herðablöðunum saman
  • teygðu hendurnar út til hliðanna
  • frábært að geispa í leiðinni

Vertu með í hreyfingunni

Vertu með okkur LIVE á Facebook síðu Jakkafatajóga á fimmtudaginn kl 10:00.

Smelltu við LIKE á síðuna og fáðu meldingu þegar ég fer í loftið.

jafnvægi

 

 

Viltu meira?

Fylgdu Jakkafatajóga á Facebook, því á hverjum fimmtudegi kl 10 setjum við inn stutt myndband með þægilegum æfingum til að gera við skrifborðið, eða í eldhúsinu, eða hvar sem þú ert staddur/ stödd.

Myndband þessarar viku verður tileinkað jafnvægisæfingum. Vertu með okkur og farðu endurnærð/ur inn í restina af deginum.

>>Finndu okkur á Facebook hérna<<

Þú getur einnig alltaf >>haft samband hér<< eða sent tölvupóst á eyglo@jakkafatajoga.is

 

 

Eygló fór sjálf að stunda jóga árið 2008 og má segja að hún hafi kolfallið fyrir áhrifunum sem iðkunin hafði á hana. Strax í janúar 2009 hóf hún svo jógakennaranám hjá Guðjóni Bergmann með það að markmiði að dýpka eigin iðkun. Þó ætlunin hafi upphaflega ekki verið að leggja stund á jógakennslu í kjölfarið, þá hóf hún að kenna reglulega tíma snemma sama ár og með tímanum fór hún að kenna sína eigin tíma undir merkjum Yoga með Eygló. Eygló hefur því stundað jógakennslu frá 2009. Árið 2013 stofnaði hún svo Jakkafatajóga með það að markmiði að koma hreyfingu inn í daglega dagskrá almennings og þannig útrýma kyrrsetukvillum.