Hugleiðing ~ Að rísa undir aflinu

Hugleiðing vikunnar

Þetta er nýr þáttur á blogginu hjá okkur hjá Jakkafatajóga, en um langa hríð höfum við haft á verkefnalistanum okkar að leggja ákveðna hugleiðingu vikunnar inn hjá iðkendum okkar. Nú ætlum við að prófa að hleypa ykkur öllum örlítið nær okkur með því að leggja hugleiðinguna líka út á vefinn. Þá er líka auðveldara að rifja hana upp og gera hana oftar. Við reynum að hafa þetta eins einfalt og hnitmiðað og hægt er hverju sinni.

Hvernig ætlar þú að rísa undir þyngdaraflinu?

Við erum í endalausri baráttu mót þyngdaraflinu. Það vinnur stöðugt að því að toga í okkur okkur.

Á stundum hefur þyngdaraflið vinningshöndina og togar okkur niður (bókstaflega). Á öðrum tímum stöndum við okkur betur og við stöndum betur undir okinu sem þyngdaraflið leggur á okkur.

þyngdaraflinu

Ertu að tapa fyrir þyngdaraflinu?

  • hvernig situr þú eða stendur núna?
  • situr þú eða stendur upprétt/ur?
  • slútta axlirnar fram, eða hvíla þær á „sínum stað“ efst á axlargrindinni? ~ meira um æfingar fyrir axlir hér: Brjóstvöðvateygja sem breytir öllu
  • myndast kryppa á brjóstbakinu?  ~  meira um æfingar fyrir brjóstbakið hér: Áhersla vikunnar ~ brjóstbak
  • horfir þú niður í kjöltu eða horfir þú fram á við?

Innst inni held ég að við vitum öll hvernig við ættum að bera okkur  😇   Ef þú ert ekki viss skaltu senda mér línu!

Láttu mig endilega vita hvernig gengur!

Eygló Egils,

eyglo@jakkafatajoga.is

 

 

 

Eygló fór sjálf að stunda jóga árið 2008 og má segja að hún hafi kolfallið fyrir áhrifunum sem iðkunin hafði á hana. Strax í janúar 2009 hóf hún svo jógakennaranám hjá Guðjóni Bergmann með það að markmiði að dýpka eigin iðkun. Þó ætlunin hafi upphaflega ekki verið að leggja stund á jógakennslu í kjölfarið, þá hóf hún að kenna reglulega tíma snemma sama ár og með tímanum fór hún að kenna sína eigin tíma undir merkjum Yoga með Eygló. Eygló hefur því stundað jógakennslu frá 2009. Árið 2013 stofnaði hún svo Jakkafatajóga með það að markmiði að koma hreyfingu inn í daglega dagskrá almennings og þannig útrýma kyrrsetukvillum.