Djúpöndun og hugleiðing vikunnar

Djúpöndun

Við öndum inn og út allan daginn, en stöldrum sjaldan við og hugsum um hvernig við gerum það.

Það sem er áhugavert að skoða er ekki síst þáttur öndunar á slökun. Gamla klisjan sem við þekkjum sennilega flest, að einhver eigi bara „að anda djúpt“ þegar hann eða hún er æst, virkar semsagt og er alls engin klisja.

Hinn áhugaverði þátturinn í djúpöndun er það sem kallast dauða loftið í lífeðlisfræði. En með djúpöndun komumst við framhjá því.

Lestu meira um dauða loftið hérna: Dauða loftið .

Hvernig

Leggðu annan lófann á bringubein og hinn á naflann

Byrjaðu á því að athuga við næstu innöndun hvort rýmið hreyfist meira undir lófunum; bringa eða kviðu.

Ef bringan hreyfist meira, ertu að nota grunna öndunarrýmið meira núna.  Ef kviðurinn hreyfist meira, ertu að nota djúpa öndunarrýmið meira núna.

Taka skal fram að bæði rýmin eru fullgild og góð öndunarrými sem við viljum geta nota að fullu. Staðreyndin er hins vegar sú að fæst höfum við næga djúpöndun í okkar daglegu athöfnum og þess vegna er hún útskýrð hér.

  1. Færðu lófann hálfan eða einn cm frá nafla.
  2. Næst þegar þú andar að reynir þú að þenja kviðinn út þannig að hann nái að snerta lófann.
  3. Á fráöndun leyfir þú kviðnum að síga niður frá lófanum aftur.
  4. Endurtaktu 5-7x.
  5. Í lok 7. innöndunar skalt þú halda inni í þér andanum.
  6. Athugaðu hvað þú getur haldið andanum lengi inni. Notaðu sekúntuvísi eða teldu í huganum við að fá viðmið.

Djúpöndun

Gæði lífs…

Það er til Indverskt máltæki sem er svona:

Gæði lífs eru fólgin í fjölda andardrátta.

Sem sagt, því jafnari andardráttur, því meiri lífsgæði.

Nú vitum við að með dýpri öndun fer meira súrefni út í blóðið sem berst til vöðva og líffæra – líka heilans.

Þetta þýðir meiri orka.

Hvernig ástand upplifum við þegar andardráttur er hraður? – annaðhvort stressuð, jafnvel hrædd eða æst. – ekki í jafnvægi.

Það þýðir samt ekki að við megum ekki gleðjast eða vera sorgmædd. En jógarnir vita líka að ekkert ástand er varanlegt…meira um það í næsta pistli. 

Viltu meira?

Við erum um allt land – erum við í þínu bæjarfélagi? Athugaðu málið hér: Kennarateymið um allt land.

Fylgdu Jakkafatajóga á Facebook, því á hverjum fimmtudegi kl 10:00 setjum við inn stutt myndband með þægilegum æfingum til að gera við skrifborðið, eða í eldhúsinu, eða hvar sem þú ert staddur/ stödd.

Myndband þessarar viku verður tileinkað æfingum fyrir djúpöndun. Vertu með okkur og farðu endurnærð/ur inn í restina af deginum.

>>Finndu okkur á Facebook hérna<< Þú getur einnig alltaf >>haft samband hér<< eða sent tölvupóst á eyglo@jakkafatajoga.is

Eygló fór sjálf að stunda jóga árið 2008 og má segja að hún hafi kolfallið fyrir áhrifunum sem iðkunin hafði á hana. Strax í janúar 2009 hóf hún svo jógakennaranám hjá Guðjóni Bergmann með það að markmiði að dýpka eigin iðkun. Þó ætlunin hafi upphaflega ekki verið að leggja stund á jógakennslu í kjölfarið, þá hóf hún að kenna reglulega tíma snemma sama ár og með tímanum fór hún að kenna sína eigin tíma undir merkjum Yoga með Eygló. Eygló hefur því stundað jógakennslu frá 2009. Árið 2013 stofnaði hún svo Jakkafatajóga með það að markmiði að koma hreyfingu inn í daglega dagskrá almennings og þannig útrýma kyrrsetukvillum.