Brimbretti og jóga á Kanaríeyjum!

Hefur þig dreymt um að læra á brimbretti?
Elskar þú jóga?

Viltu sameina þetta tvennt fyrir innan við 85 þús krónur?

Bestu fríin…

…eru fríin þar sem kroppurinn fær hreyfingu, og hugurinn fær frí.

Það er ekki annað hægt en að ná hugarró í smábænum Famara á eyjunni Lanzarote í Kanaríeyjaklasanum.

brimbretti

 

Brimbretti og jóga

Brimbrettaskólinn sér um kennslu á brimbretti alla daga. Kennarar á heimsmælikvarða, hafa ferðast um allan heim og segja að ströndin í Famara sé draumastaður allra brimbrettakappa.

Eygló sér um jógakennslu alla daga og mun vera tour-guide hópsins.

Innifalið

5 daga brimbrettakennsla
Jógatímar alla daga
15 mín Thai nudd (Eygló)
15 mín Hawaiian nudd (local nuddari)
6 nátta bungaló gisting
5 herbergi – 2 saman í hverju herb
10 pláss í boði

brimbretti

Viltu vita meira?

Skráðu þig hér og fáðu upplýsingarnar á UNDAN öllum hinum!

Eygló fór sjálf að stunda jóga árið 2008 og má segja að hún hafi kolfallið fyrir áhrifunum sem iðkunin hafði á hana. Strax í janúar 2009 hóf hún svo jógakennaranám hjá Guðjóni Bergmann með það að markmiði að dýpka eigin iðkun. Þó ætlunin hafi upphaflega ekki verið að leggja stund á jógakennslu í kjölfarið, þá hóf hún að kenna reglulega tíma snemma sama ár og með tímanum fór hún að kenna sína eigin tíma undir merkjum Yoga með Eygló. Eygló hefur því stundað jógakennslu frá 2009. Árið 2013 stofnaði hún svo Jakkafatajóga með það að markmiði að koma hreyfingu inn í daglega dagskrá almennings og þannig útrýma kyrrsetukvillum.