Góðir hálsar

Góð vísa verður aldrei of oft kveðin og sem betur fer eigum við feykinóg af æfingum fyrir háls og axlir til að halda okkur uppteknum út árið og rúmlega það!

Góðir hálsar

Þegar þú finnur fyrir óþægindum í hálsi er oft fyrsta viðbragð að fara beint inn í teygju og reyna að ná óþægindunum þannig úr. Það er hins vegar ekki frábær leið.

Prófaðu frekar að hita upp axlir áður en þú ferð að teygja. Þú getur jafnvel notað lófa og fingur til þess að nudda og etv klípa aðeins í axlir og háls til að hita ennþá betur. Þegar þú hefur náð sæmilegum hita í svæðið getur þú leyft þér að fara inn í dýpri teygjur.

Hita upp svona

  1. Hreyfðu axlir upp og niður.
  2. Hreyfðu axlir í hringhreyfingar í báðar áttir.
  3. Teygðu úr höndunum upp fyrir ofan höfuð og horfðu upp á eftir fingrum.

hálsar

Varanlegt…

Er ekkert.

Allt sem við þekkjum í dag, allt þetta ánægjulega og líka það sem angrar okkur mun taka á sig aðra mynd áður en langt um líður.

Þess vegna reynum við að njóta þess góða til fullnustu og dveljum ekki of lengi við hitt.

Meira að segja líkaminn (frumurnar okkar) endurnýjar sig að mestu á einu ári, því má segja að við séum sannarlega ekki sama manneskjan og fyrir ári.

Reynum því að taka öllum hlutum með jafnaðargeði, allt mun taka enda. Höfum það að leiðarljósi þegar við göngum í gegnum erfiðleika og leyfum okkur að njóta til fulls allra góðu stundanna.

 

Viltu meira?

Við erum um allt land – erum við í þínu bæjarfélagi? Athugaðu málið hér: Kennarateymið um allt land.

Fylgdu Jakkafatajóga á Facebook, því á hverjum fimmtudegi kl 10:00 setjum við inn stutt myndband með þægilegum æfingum til að gera við skrifborðið, eða í eldhúsinu, eða hvar sem þú ert staddur/ stödd.

Myndband þessarar viku verður tileinkað æfingum fyrir háls og axlir. Vertu með okkur og farðu endurnærð/ur inn í restina af deginum.

>>Finndu okkur á Facebook hérna<< Þú getur einnig alltaf >>haft samband hér<< eða sent tölvupóst á eyglo@jakkafatajoga.is

Eygló fór sjálf að stunda jóga árið 2008 og má segja að hún hafi kolfallið fyrir áhrifunum sem iðkunin hafði á hana. Strax í janúar 2009 hóf hún svo jógakennaranám hjá Guðjóni Bergmann með það að markmiði að dýpka eigin iðkun. Þó ætlunin hafi upphaflega ekki verið að leggja stund á jógakennslu í kjölfarið, þá hóf hún að kenna reglulega tíma snemma sama ár og með tímanum fór hún að kenna sína eigin tíma undir merkjum Yoga með Eygló. Eygló hefur því stundað jógakennslu frá 2009. Árið 2013 stofnaði hún svo Jakkafatajóga með það að markmiði að koma hreyfingu inn í daglega dagskrá almennings og þannig útrýma kyrrsetukvillum.