30 daga jógaáskorun

30 daga jógaáskorun

Er loksins komin í loftið! Þessi jógaáskorun hefur verið lengi ofarlega í huga og eitt þeirra verkefna sem hefur klárlega verið OF lengi á to-do listanum hjá mér.  Ég býst við að ég hafi ekki sett þetta nógu ofarlega í forgangsröðunina fyrr en nú – meira um það efni á degi 11!

Smelltu á myndina!jógaáskorun

 

Ég er búin að leggja hug og hjarta í þetta verkefni og vona að þú komir til með að njóta afrakstursins. Ég naut þess í botn að búa þetta til og kem pottþétt til með að búa til fleiri svona vefnámskeið í framtíðinni.

Innifalið í vefnámskeiðinu

  • 30 einfaldar æfingar útskýrðar í máli, myndum og myndböndum
  • Daglega orðsendingu frá mér í tölvupósti
  • Ævi-aðgang að öllu efninu í gegnum vefinn
  • Hægt er að hlaða öllu efninu niður:
    • öllum myndböndum: fleiri en 30 myndbönd
    • öllum skjölum: tæplega 70 bls af jógaútskýringum með myndum
  • Follow up símtal við Eygló í lokin

Skráðu þig í jógaáskorun

Þetta er vefnámskeið sem mun aðstoða þig við að búa til góðar jógavenjur á 30 dögum. Engin þörf á sérstökum jógabúnaði eða fatnaði. Engin þörf á þekkingu á jóga. Fylgdu bara fyrirmælunum mínum með fyrsta kaffibolla dagsins og þú ert í góðum málum. Einfaldara verður það ekki!

Skráðu þig hérna: https://jakkafatajoga.teachable.com/

Sjáumst á námskeiðinu!
Kveðja, Eygló

Eygló fór sjálf að stunda jóga árið 2008 og má segja að hún hafi kolfallið fyrir áhrifunum sem iðkunin hafði á hana. Strax í janúar 2009 hóf hún svo jógakennaranám hjá Guðjóni Bergmann með það að markmiði að dýpka eigin iðkun. Þó ætlunin hafi upphaflega ekki verið að leggja stund á jógakennslu í kjölfarið, þá hóf hún að kenna reglulega tíma snemma sama ár og með tímanum fór hún að kenna sína eigin tíma undir merkjum Yoga með Eygló. Eygló hefur því stundað jógakennslu frá 2009. Árið 2013 stofnaði hún svo Jakkafatajóga með það að markmiði að koma hreyfingu inn í daglega dagskrá almennings og þannig útrýma kyrrsetukvillum.