Meira fyrir mjóbak

Viðvæmt mjóbak, kannastu við það?

Við þekkjum það líklega flest að fá verki eða eymsli í neðri hluta baks, mjóbakið. Og leiða má líkur að því að stór hluti vesturlandabúa séu smátt og smátt að búa sér til brjósklos í mjóbakinu með ekki svo frábærum lífsstíl. Það sem er helst varhugavert við lífsstílinn er hin langa kyrrseta; langir vinnudagar ásamt stundum sem setið er við hverskonar skjái eða við matarborð eða á ferðalagi til og frá vinnu. Klukkustundirnar eru líklega fleiri en þú hefur haldið hingað til.

Mjóbak – neðri hluti baksins

Við eigum það til að einblína um of á mjobak þegar við hugum að því að losa eymsin, en einmitt þar koma einkennin fram. Hins getur orsökin fyrir eymslunum verið skortur á styrk bæði í kvið- og rassvöðvum. Þegar þessi svæði (sem eiga að vera sterk) styðja ekki lengur við mjóbakið eins og þau eiga að gera fer of mikil og óeðlileg hreyfing (og langvarandi röng kyrrstaða) í gegnum mjóbakið.

Vissulega verðum við að beina athygli að mjóbakin og hlúa að því. En ég hef alltaf miklu meiri áhuga á að meðhöndla orsökina frekar en einkennin.

Rassvöðvar koma til bjargar

Youtube rás okkar er full af stuttum æfingum sem hægt er að gera hvar og hvenær sem er. Kíktu á vídjóið fyrir neðan til að sjá æfingar fyrir mjóðbak eða smelltu hér til að sjá fleiri myndbönd. Eygló er sífellt að bæta við myndböndum og þú getur líka lagt inn beiðni á óskalista yfir æfingar / svæði sem þú vilt að hún tækli! >Sendu skilaboð hérna<

Styrktaræfingar

  • Umhverfis klukkuna
  • Sitjandi dúfa yfir í stríðsmann 3

 

Styrktaræfing + nárateygja

  • 90° lyfta á hné
  • Nárateygja yfir í Stríðsmann 1

Reyndu að halda öndun áreynslulasuri. Við eigum það til að rembast og halda inni í okkur andanum þegar við gerum æfingar sem eru nýjar (og kannski sem okkur þykja erfiðar) en í jóga viljum við helst alltaf  halda jöfnum andadrætti.

Það má eiginlega segja að öndunin sé mælikvarði á hversu vel okkur gengur með æfinguna: Ef þú rembist / heldur inni í þér andanum / andar hratt = þá ertu að rembast of mikið við æfinguna, gerðu aðeins minna og njóttu meira.

 

 

Eygló fór sjálf að stunda jóga árið 2008 og má segja að hún hafi kolfallið fyrir áhrifunum sem iðkunin hafði á hana. Strax í janúar 2009 hóf hún svo jógakennaranám hjá Guðjóni Bergmann með það að markmiði að dýpka eigin iðkun. Þó ætlunin hafi upphaflega ekki verið að leggja stund á jógakennslu í kjölfarið, þá hóf hún að kenna reglulega tíma snemma sama ár og með tímanum fór hún að kenna sína eigin tíma undir merkjum Yoga með Eygló. Eygló hefur því stundað jógakennslu frá 2009. Árið 2013 stofnaði hún svo Jakkafatajóga með það að markmiði að koma hreyfingu inn í daglega dagskrá almennings og þannig útrýma kyrrsetukvillum.