Afhverju þarf að æfa öndun?

Öndun

Jógarnir hafa í árþúsundir sagt að öndun sé grunnur í stjórnun á orku líkamans. Að öndun sé hjólið sem knýr allt annað líf kroppsins áfram. Að með stjórnun á öndun megi ná stjórn á kropp, huga og athöfnum.

Dæmi eru um að jógameistarar frá Indlandi hafi náð svo mikilli stjórn á líkama sínum með öndun einni, að þeir geti stjórnað hraða púls að vild. Þó að við í daglega lífinu séum ekki endilega að leita að slíkri stjórn, þá gefur það merki um hversu vel er hægt að stjórna líkamanum og hversu illa okkur tekst það í daglega lífinu.

Öndun

 

Praktísk atriði öndunar

En afhverju? Gæti einhver enn spurt sig, augljóslega geta allir andað (döh..). Afhverju ættum við að æfa okkur eitthvað sérstaklega í því?

Ástæðan er einfaldlega sú að flest óskum við eftir meiri orku, ef við náum betri stjórn á öndun, þá fáum við meira loft í lungun. Það þýðir að það fer meira súrefni út í vöðvana okkar og við getum hreyft þá betur, meira og lengur.

Dýpt öndunar skiptir einnig miklu máli, undirrituð varð fyrir áfalli þegar hún uppgötvaði skilgreininguna á „dauða loftinu“ í lífeðlisfræðiliegu samhengi. En það er notað loft sem verður eftir efst í lungum við fráöndun (ath notað loft) og er fyrsta loftið sem fer ofan í lungun við næstu innöndun (ath notað loft). Ef öndun er alltaf bara grunn, þá eigum við á hættu að anda dauða loftinu að og frá aftur og aftur og aftur….. og svo erum við hissa á því afhverju við fáum hausverk, eða afhverju við fáum stífar axlir, eða hugsum ekki lengur skýrt. Ástæðan er: allt of lítið súrefni í blóðinu, líkamanum, heilanum.

Er þig farið að langa til að anda dýpra?

Já, hélt það líka!  🙂

Djúp öndun

Byrjaðu á að gera þessa æfingu hérna. Smelltu heyrnatólum í eyrun og gefðu þér eina mínútu. Á miðvikudag verður svo útsending á Facebook síðu Jakkafatajóga þar sem við förum betur í öndun sem kallast Ujjayi.

Hefurðu spurningar sem þú vilt að við reynum að svara í útsendingunni? >>Sendu okkur línu hérna<<

 

 

Eygló fór sjálf að stunda jóga árið 2008 og má segja að hún hafi kolfallið fyrir áhrifunum sem iðkunin hafði á hana. Strax í janúar 2009 hóf hún svo jógakennaranám hjá Guðjóni Bergmann með það að markmiði að dýpka eigin iðkun. Þó ætlunin hafi upphaflega ekki verið að leggja stund á jógakennslu í kjölfarið, þá hóf hún að kenna reglulega tíma snemma sama ár og með tímanum fór hún að kenna sína eigin tíma undir merkjum Yoga með Eygló. Eygló hefur því stundað jógakennslu frá 2009. Árið 2013 stofnaði hún svo Jakkafatajóga með það að markmiði að koma hreyfingu inn í daglega dagskrá almennings og þannig útrýma kyrrsetukvillum.