Hvernig er gott að hreyfa axlir?

Axlir

Axlir eru yfirleitt fyrsti líkamshlutinn til að kvarta undan lélegri líkamsbeitingu. Við gefum þeim sérstaka athygli í dag og mikilvægt er að hafa í huga að við viljum alltaf hita upp vöðvann áður en við teygjum á svæðinu. Ef þú hefur bara tíma í annaðhvort upphitun eða teygjur. Þá gerir þú bara upphitun. Þetta þarf ekki að vera flókið til að virka, prófaðu sjálf/ur!

Svona getum við hitað svæðið með einföldum hreyfingum:

  • Lyftu öxlum upp að eyrum og slakaðu niður.
  • Hreyfðu axlir í hringi í báðar áttir.
  • Snúðu varlega upp á háls með því að horfa yfir axlirnar til skiptis.
  • Leyfðu eyrum að síga í átt að öxlunum til skiptis.
  • Leyfðu höku að síga í átt að bringu og hallaðu höfði varlega aftur.

axlir

Mild hreyfing

Með því að hreyfa axlir og allt svæðið eins og lýst er hér að ofan hefur þú komið blóðflæðinu af stað í vöðvunum,  en skortur á því er ein stærsta orsök verkja og vanlíðunar.

Þegar þú hefur hitað upp er óhætt að fara inn í mildar teygjur, reyndu að hafa andardráttinn alltaf áreynslulausan og flæðandi.

Ef þú heldur inni í þér andanum inni í teygju eða æfingu, er líklegt að þú sért að þrýsta þér of langt miðað við það sem líkaminn þarf núna. Gefðu þér smá slaka.

Hreyfum axlir saman

Í myndbandinu hér fyrir neðan fer Eygló yfir yfir axlaræfingar í sitjandi stöðu. Horfðu á og fylgdu æfingunum, þú finnur muninn!

Fylgstu endilega með Jakkafatajóga á Facebook, því í vikunni munum við setja inn myndband með fleiri æfingum sem eru hentugar fyrir axlir og allt þetta svæði.

 

Vissir þú að við bjóðum upp á svona einfalda jógatíma fyrir vinnustaði á vinnutíma? >>Sjáðu vörurnar okkar og verð hérna<< Við erum á nokkrum stöðum á landinu:

  • Höfuðborgarsvæðinu
  • Akranesi
  • Akureyri
  • Egilsstöðum

>>Sendu okkur skilaboð hér<< til að fá okkur í heimsókn, þú getur bókað fyrsta tímann á kynningarverði.

 

Eygló fór sjálf að stunda jóga árið 2008 og má segja að hún hafi kolfallið fyrir áhrifunum sem iðkunin hafði á hana. Strax í janúar 2009 hóf hún svo jógakennaranám hjá Guðjóni Bergmann með það að markmiði að dýpka eigin iðkun. Þó ætlunin hafi upphaflega ekki verið að leggja stund á jógakennslu í kjölfarið, þá hóf hún að kenna reglulega tíma snemma sama ár og með tímanum fór hún að kenna sína eigin tíma undir merkjum Yoga með Eygló. Eygló hefur því stundað jógakennslu frá 2009. Árið 2013 stofnaði hún svo Jakkafatajóga með það að markmiði að koma hreyfingu inn í daglega dagskrá almennings og þannig útrýma kyrrsetukvillum.