Hefðbundinn tími í Jakkafatajóga

Jakkafatajóga tími

Má bjóða þér með í hefðbundinn tíma í Jakkafatajóga? Teymið okkur í Jakkafatajóga um allt land sérhæfir sig í að sinna þörfum þeirra sem sitja mikið og hafa lítið svigrúm til að hreyfa sig mikið. Hreyfing þarf ekki að vera flókin eða í miklu magni, en hún þarf að vera einbeitt. Leyfðu okkur að hjálpa þér. Byrjum á þessu hér fyrir neðan

Hreyfum kroppinn saman

Í myndbandinu hér fyrir neðan fer Eygló í gegnum heilan tíma af Jakkafatajóga. Fylgstu með og fylgdu æfingunum, þú finnur muninn!

Fylgdu líka  Jakkafatajóga á Facebook, því í vikunni munum við setja inn myndband með fleiri æfingum sem eru hentugar fyrir líkama og sál.

Vissir þú að við bjóðum upp á svona einfalda jógatíma fyrir vinnustaði á vinnutíma? >>Sjáðu vörurnar okkar og verð hérna<< Við erum á nokkrum stöðum á landinu:

  • Höfuðborgarsvæðinu
  • Akranesi
  • Akureyri
  • Egilsstöðum

>>Sendu okkur skilaboð hér<< til að fá okkur í heimsókn, þú getur bókað fyrsta tímann á sérstöku kynningarverði.

 

Eygló fór sjálf að stunda jóga árið 2008 og má segja að hún hafi kolfallið fyrir áhrifunum sem iðkunin hafði á hana. Strax í janúar 2009 hóf hún svo jógakennaranám hjá Guðjóni Bergmann með það að markmiði að dýpka eigin iðkun. Þó ætlunin hafi upphaflega ekki verið að leggja stund á jógakennslu í kjölfarið, þá hóf hún að kenna reglulega tíma snemma sama ár og með tímanum fór hún að kenna sína eigin tíma undir merkjum Yoga með Eygló. Eygló hefur því stundað jógakennslu frá 2009. Árið 2013 stofnaði hún svo Jakkafatajóga með það að markmiði að koma hreyfingu inn í daglega dagskrá almennings og þannig útrýma kyrrsetukvillum.