Áhersla vikunnar ~ mjóbak
Mjóbak
Mjóbak, eða neðsti hlutinn af bakinu okkar er sennilega sá líkamshluti sem líður mest fyrir skort á kviðstyrk.
Leiða má líkur að því að yfir helmingur allra landsmanna á fullorðinsaldri sé búinn að fá eða um það bil að fá brjósklos í einhverja af neðstu hryggjarliðunum. Því miður er það staðreynd að allt of margir fá þennan kvilla yfir æfina.
Það er þó í mörgum tilfellum hægt að vinna bug á brjósklosi eða útbungun (eins og það er kallað áður en það verður að brjósklosi). Styrktar- og liðleikaæfingar gegna þar stóru hlutverki.
Mjóbaki komið til hjálpar
Styrkur í rassvöðvum og liðleiki í kringum mjaðmir skipta miklu máli.
Hér munum við bæði leiða inn inn liðkunaræfingu fyrir mjaðmir, teygju fyrir nára og teygju fyrir rassvöðva.
En áður hefur verið farið í jafnvægi, sem eykur styrk rassvöðva, sé æfingin gerð rétt.
Lesa meira um jafnvægi hérna: Áhersla vikunnar ~ Jafnvægi
Hliðarteygjur
Þrýsta skal mjöðmum út í aðra hliðina og halda teygju í 30 sek
Nárateygja
- stígðu afturábak með öðrum fæti (þarf ekki að vera mjög stórt skref)
- þrýstu mjöðm fram. Leitaðu að teygju inn í nárann
- haltu í ca 30 sek
- endurtaktu svo fyrir hina hliðina
Næstu skref fyrir heilbrigt mjóbak
Fylgdu myndbandinu hérna fyrir neðan eða fáðu jógaáskorun beint í pósthólfið þitt á hverjum degi í 30 daga.
Smelltu hér fyrir 30 daga áskorun.