Áhersla vikunnar ~ Jafnvægi
Við höldum nú áfram að vinna í liðkunaræfingum niður eftir líkamanum og í þessari viku einblínum við á jafnvægisæfingar. Í janúar höfum við þegar farið vel í axlir, brjóstbak
og mjaðmir. Vinsælasti pistillinn var án efa þessi um axlirnar. Lesa pistilinn um axlir >>hérna<<
Jafnvægi er eitt af því fyrsta …
…sem við missum þegar aldurinn færist yfir.
En eins og alllt annað sem við ekki notum, þá getur eiginleikinn líka horfið hjá okkur, þó við séum ung.
if you don’t use it, you lose it
Í jóga erum við stöðugt að þjálfa og æfa alla hluta af líkamanum og jafnvægi er þar ekki undanskilið. Ég sjálf er líka frekar mikið fylgjandi því að við ættum að æfa okkur í því sem við erum léleg í. Því það er svo auðvelt að gera bara það sem við erum góð í, en þá verðum við bara betri og betri í því, en sífellt lélegri í því sem við erum léleg í.
Með þessu byggjum við upp ennþá meira ójafnvægi á milli hliða, sem er eitt af því helsta sem býður upp á meiðslahættu.
Hvar á að byrja
Byrjaðu á því að horfa á mig LIVE á Facebook síðu Jakkafatajóga á fimmtudaginn kl 10:00.
Smelltu við LIKE á síðuna og fáðu meldingu þegar ég fer í loftið.
Byrja bara…
Flestir sem ég tala við bursta tennurnar í að minnsta kosti 30 sek tvisvar á dag.
Besta leiðin til að venja sig á eitthvað nýtt, er að tengja nýju venjuna við eitthvað sem er nú þegar vani.
Þannig að fyrsta skrefið í þessari æfingu er að tengja jafnvægisæfingu við tannburstun!
Jafnvægi á baðherberginu
Í upphafi dags þegar þú burstar tennurnar eftir nóttina, lyftu þá hægri fæti frá gólfinu rétt á meðan.
Í lok dags þegar þú burstar tennurnar fyrir nóttina, lyftu þá vinstri fætinum á meðan.
Þetta þarf ekki að vera flókið 🙂
Ef þú vilt ekki bíða er líka hægt að stökkva á fætur núna, stilla klukkuna á 30 sek og lyfta öðrum fætinum og skipta svo! 🙂
Viltu meira?
Fylgdu Jakkafatajóga á Facebook, því á hverjum fimmtudegi kl 10 setjum við inn stutt myndband með þægilegum æfingum til að gera við skrifborðið, eða í eldhúsinu, eða hvar sem þú ert staddur/ stödd.
Myndband þessarar viku verður tileinkað jafnvægisæfingum. Vertu með okkur og farðu endurnærð/ur inn í restina af deginum.
>>Finndu okkur á Facebook hérna<<
Þú getur einnig alltaf >>haft samband hér<< eða sent tölvupóst á eyglo@jakkafatajoga.is