Jafnvægi & hugleiðing vikunnar
Jafnvægi ~ hvað hefur áhrif?
Hvaða vöðvar eða líkamshlutar hafa mest áhrif á jafnvægisgetu okkar?
- Sjón.
- Iljar.
- Rassvöðvar.
Lestu meira um augnæfingar hérna: Áhersla vikunnar ~ andlit og augu.
Jafnvægi í iljum
Ímyndaðu þér þrjá punkta undir iljum
- Undir hæl.
- Undir tábergi við stóru tá.
- Undir tábergi við litlu tá.
Dreifðu líkamsþunganum jafnt á þessa þrjá punkta.
Jafnvægi upp eftir fótleggjum
Reyndu að forðast að læsa hnjám alveg. Besta leiðin til að gera það er að læsa þeim fyrst (þrýsta hnjám eins langt aftur og þau komast) og losa svo aðeins um. Þetta býr til vöðvaspennu á réttum stöðum og dempar álag sem annars myndi lenda í mjóbakinu. Reyndu að venja þig af því að læsa hnjám.
Spenntu rassvöðvana! Þú getur jafnvel ímyndað þér að þú sért að reyna að brjóta hnetu á milli rasskinnanna. Við þetta munu hnéskeljarnar vísa örlítið út til hliða í stað inn að miðju (mundu að halda hnjám ólæstum ennþá).
Nú ert þú tilbúin/n í hvaða jafnvægisæfingu sem er!
Andaðu
Ekki gleyma því að anda djúpt. Eftir jafnvægisæfinguna skaltu gera eftirfarandi einbeitingaræfingu í stól.
Prófaðu að fylgjast með takti öndunar hjá þér án þess að stjórna öndun, stilltu vekjara á 2-5 mínútur.
- Teldu upp að 4 á innöndun.
- Teldu upp að 4 á fráöndun.
- Haltu áfram að telja í takt við öndun.
- Þegar hugurinn reikar frá talningunni, skaltu aftur draga athyglina að verkefninu: öndun.
Þegar hugurinn fer á flakk er gott að muna að þá hefur okkur ekki mistekist æfingin. Æfingin felst einmitt í því að draga athyglina aftur að verkefninu: Telja í takt við öndun.
Þegar vekjarinn hringir skaltu teygja úr þér og geispa. Nú ert þú tilbúin/n í restina af deginum.
Viltu meira?
Fylgdu Jakkafatajóga á Facebook, því á hverjum fimmtudegi kl 10:00 setjum við inn stutt myndband með þægilegum æfingum til að gera við skrifborðið, eða í eldhúsinu, eða hvar sem þú ert staddur/ stödd.
Myndband þessarar viku verður tileinkað æfingum fyrir jafnvægi. Vertu með okkur og farðu endurnærð/ur inn í restina af deginum.
>>Finndu okkur á Facebook hérna<<
Þú getur einnig alltaf >>haft samband hér<< eða sent tölvupóst á eyglo@jakkafatajoga.is