Slökunarjóga á Selfossi
Slökunarjóga
Slökunarjógatímar hafa notið töluverðra vinsælda frá því þeir voru fyrst kynntir og nú mun Eygló leiða slíkan tíma í notalegu húsnæði hjá Yoga sálum á Selfossi.
Skráðu þig núna
Aldrei fleiri en 20 í salnum í tíma, þægilegur tími, rólegt andrúmsloft.
Bókaðu plássið þitt hérna: Slökunarjóga | Selfossi
Hvar – hvenær – hvernig?
Dagur: 10. október
Tími: kl. 20:10-21:15
Staður: Yoga sálir, Eyrarvegi 38, 800 Selfoss
Verð: kr. 2.500
Uppbygging tímans er nokkurnveginn svona:
- 25 mín mín af liðkandi og notalegum jógaæfingum
- 10 mín öndunaræfingar
- 25 mín slökun
Komdu í þægilegum fötum sem ekki hefta hreyfingar þínar og vertu tilbúin/n til að njóta þess að slaka á. Markmiðið er að allir fari endurnærðir heim eftir tímann.
Hvað gerist í slökunarjóga?
Við erum svo dugleg í að virkja, spenna og nota líkamann í daglegu lífið að það er orðin raunveruleg áskorun fyrir okkur að slaka á – án þess að sofna. Markmiðið með slökun er ekki endilega að sofna, en ef það gerist, þá er það allt í lagi. Það er GOTT að veita líkamanum það sem hann þarf.
Í þessum tíma er markmiðið að hreyfa sig mjúklega, hlusta á líkamann og leyfa sér að sleppa taki á öllum öðrum verkefnum rétt á meðan. Á meðan slökuninni stendur gengur Eygló á milli allra í salnum og gefur hverjum og einum herðanudd sem dýpkar slökun og eykur vellíðan. Handtökin sem Eygló notar lærði hún í Thailandi. Lestu meira um Thai nudd hérna.
Skráðu þig núna
Það eru 20 dýnur í salnum, smelltu hér og tryggðu þér pláss.
Ath að þú bókar plássið með því smella hér, en þú borgar seinna.