#ómetanlegar stundir hvers dags

Hvað er núvitund?

Núvitund er leið til að upplifa umhverfi sitt og atburði með fullri athygli. Flestir hlutir og viðburðir geta boðið okkur upp á ríkari upplifun og meiri gleði ef við leyfum það. Það er alltaf val hvernig við upplifum hlutina og þú ert við stjórn. Hvaða merkingu sem við kunnum að leggja í orðið núvitund, þá held ég að við getum öll verið sammála um að örlítið meiri athygli og einbeiting í daglega lífinu sé af hinu góða, ekki satt?

Kannski kominn tími til að spyrja sig afhveru svo margir telja það gott að vera „bissí“?

„…og það mætti jafnvel ganga svo langt að segja að við höldum að sjálfsvirðing okkar sé fólgin í hversu upptekin við erum. Annríki er líka mjög góð afsökun fyrir að framkvæma hluti ekki eins vel og við gætum.“ Bls. 13.

 

núvitund

Bókin #ómetanlegt

Bókin #ómetanlegt leiðir lesandann í gegnum heilan dag og býður upp á æfingar í jóga og núvitund sem falla vel að tímalínu dagsins. Þannig er til dæmis hægt að gera fyrstu æfingar dagsins áður en farið er fram úr á morgnana! Bókin inniheldur einnig gullkorn, ómetanlegar stundir yfir daginn, sem við öll getum upplifað og notið ef við leggjum okkur fram við að staldra við.

Texti bókarinnar nýtist þannig öllum þeim sem eru á vegferð til betra lífs. Til allra þeirra sem vilja læra að njóta meira og deila sinni gleði. Hún er sérstaklega ætluð þeim sem þurfa aðstoð við að sjá gleðilegar stundir hversdags. Við þurfum flestöll aðstoð á einhverjum tímapunkti lífsins. Bókin er skrifuð í kjölfar sorgar og endurgjöf lesenda síðustu mánaða hefur sýnt fram á að textinn hjálpar einnig þeim sem eru að glíma við kulnun og streitu.

núvitund

Nældu þér í núvitund

Bókin kom út í apríl og seldist fyrsta upplag upp á um sex vikum. Önnur prentun er komin í hús og eru eintök af bókinni til sölu hjá Póley verslun í Vestmannaeyjum, Heimakup.is, völdum Hagkaupsverslunum á Höfuðborgarsvæðinu (Garðabæ, Smáralind, Kringlu og Skeifu) og einnig á þessum vef þar sem ég býð upp á fría heimsendingu út nóvember. Smelltu hér til að næla þér í eintak af bókinni.

Hvað á að gefa þeim sem eiga allt?

Innihald bókarinnar er líka góð áminning í upphafi jólaundirbúnings sem senn fer í hönd. Í stað þess að gleyma okkur í kaupum á hlaupum að staldra frekar við, horfa framan í hvert annað, tala saman og upplifa. Ekki bara á Jóladag, heldur líka á aðventunni. Bókin er einnig frábær gjöf fyrir þau sem eiga allt og vantar ekkert sérstakt í jólapakkann.

Finndu þínar ómetanlegu stundir í dag og deildu þeim með myllumerkinu: #ómetanlegt

Góðar stundir!
-Eygló

Eygló fór sjálf að stunda jóga árið 2008 og má segja að hún hafi kolfallið fyrir áhrifunum sem iðkunin hafði á hana. Strax í janúar 2009 hóf hún svo jógakennaranám hjá Guðjóni Bergmann með það að markmiði að dýpka eigin iðkun. Þó ætlunin hafi upphaflega ekki verið að leggja stund á jógakennslu í kjölfarið, þá hóf hún að kenna reglulega tíma snemma sama ár og með tímanum fór hún að kenna sína eigin tíma undir merkjum Yoga með Eygló. Eygló hefur því stundað jógakennslu frá 2009. Árið 2013 stofnaði hún svo Jakkafatajóga með það að markmiði að koma hreyfingu inn í daglega dagskrá almennings og þannig útrýma kyrrsetukvillum.