Mjaðmir – stærstu og stirðustu liðamótin
Mjaðmir eru fyrir líkamann eins og sólin er fyrir Jörðina. Það þýðir að þessi líkamshluti getur haft áhrif á alla hina, bæði upp og niður eftir kroppnum. Við tileinkum nýjasta pistilinn þessum merkilegu liðamótum enda höfum við í maí bæði farið vel í axlir og brjóstbak.
Lesa pistil um liðkun á brjóstbaki >>hérna<<
Mjaðmir
Það má líkja kroppnum öllum við langa keðju með mörgum hlekkjum. Hver líkamshluti er einn hlekkur. Undir átaki þolir öll keðjan eingöngu það álag sem veikasti hlekkurinn þolir. Það skiptir þvi máli að halda öllum hlekkjum (líkamshlutum) vel virkum, liðugum og sterkum.
Lesa meira um veika hlekki líkamans >>hérna<<
Mjaðmir eru stærstu liðamót líkamans, en jafnframt þau stirðustu, og eru það ekki síst vegna þess hversu mikið við sitjum.
Í þessari viku, í hvert sinn sem þú stendur upp, reyndu þá að hreyfa mjaðmir eitthvað smá. OK!?
Hvar á að byrja
Best er að byrja bara!
Standa upp og hreyfa sig, prófa allskonar hreyfingar, athuga hvernig líðanin er í kroppnum við hina og þessa hreyfingu. Engar áhyggjur, þú færð nokkrar tillögur hérna fyrir neðan.
Það er einnig mjög áhrifaríkt að nudda svæðið. Við getum reyndar komist mjög langt í að losa um spennu og Trigger punkta í líkamanum með boltanuddinu sem við bjóðum upp á í samstarfi við Happy Hips.
Trigger punktar eru spennupunktar sem safnast fyrir í vöðvum. Þeir geta sent frá sér leiðniverki eða doða til nær- eða fjærliggjandi svæða. Við boltanuddið hitnar líkaminn og allt flæði eykst og bandvefurinn bæði mýkist og lengist. Allt þetta leiðir til bættrar hreyfigetu og minni verkja á spennusvæðum.
Lestu meira um Happy Hips og Jakkfatajóga >>hérna<<
Byrja bara…
Einfaldar mjaðmahreyfingar
- Nárateygja ~ hægt að gera t.d. á meðan þú bíður eftir að kaffivélin láti renna í nýjan bolla.
- Mjaðmahringir ~ hægt að gera t.d. á meðan þú ert í lyftunni en veist að þú hefðir átt að taka stigann.
- Mjaðmaveltur ~ kannski skrýtnasta æfingin, en klárlega ein sú allra mikilvægasta. Það kemur okkur jógakennurunum alltaf jafn mikið á óvart hvað fólk á í miklum erfiðleikum með að gera þessa hreyfingu. Það er eins og heilinn kunni ekki að senda rétt skilaboð. Fáðu upplýsingar hjá þínum jógakennara.
- Sitjandi dúfa í stól ~ ef þú þekkir jógaæfinguna dúfuna, þá veistu líklega hvað við erum að tala um hér. En þessi æfing teygir vel á lærinu og aftan í rassvöðva. Þannig má losa um stífleika allt upp í mjóbak.
Þessar æfingar, ásamt fleirum, eru áhersluatriði hjá okkur í Jakkafatajóga í vikunni framundan og við hlökkum til!
Viltu fá okkur í heimsókn?
Við erum í vinnunni allan ársins hring og á sumrin reynum við að komast sem mest út í ferska loftið á meðan við gerum jóga. Viltu koma í iðendahópinn? Hafðu samband >>hérna<< eða sendu tölvupóst á info@jakkafatajoga.is