Áhersla vikunnar ~ brjóstbak
Brjóstbak
Efri hluti baks er undir miklu álagi daglega, líkt og axlir, sem við fórum yfir í síðasta pistli.
Lesa pistil síðustu viku um axlir >>hérna<<
Vegna langvarandi setu og (yfirleitt) vöntun á styrk í bak- og kviðvöðvum getum við orðið hokin við langvarandi setu eða stöðu. Við getum jafnvel þróað með okkur smá kryppu. Við erum nú líklega flest tilbúin til að forðast kryppu, fyrir útlitið, en hvar á að byrja?
Styrkja og liðka
Brjóstbakið er nátengt axlarsvæðiu og vandamálunum sem við höfum þar. Mikil símanotkun, þar sem horft er niður í kjöltu, langtímum saman er tild æmis stór áhættuþáttur.
Brjóstbakið mótast af og er undir áhrifum af …
- ójafnvægi á hálsvöðvum
- stífir, stuttir brjóstvöðvar
- langir veikir bakvöðvar
- lítil virkni í vöðvum sem styðja við hrygg
- lítil virkni í kviðvöðvum
- ójanfnvægi í mjaðmagrind
Eins og með svo margt annað tengt líkamanum, þá er ekkert eitthvað eitt quick fix. Heldur þurfum við að sinna öllum líkamanum eitthvað pínulítið, helst daglega, til að kroppnum líði sem best.
Eitt skref í einu
Þegar stórt verkefni er framundan er gott að setja sér markmið en hafa athyglina alltaf bara á næsta skrefi.
Ef það er myrkur og þú ert að keyra frá Reykjavík til Akureryrar. Þá er Akureyri alltaf takmarkið, en þú sérð alltaf bara örstutt fram á veginn á hverjum tíma. Þú treystir því að vegurinn leiði þig á endanum á réttan áfangastað.
Við byrjum á einhverju einföldu …
Nú er tildæmis líklegt að þú sitjir í stól. Byrjaðu á því að rétta úr þér.
- settu báðar iljar í gólf
- finndu fyrir setbeinunum á stólsessunni
- reyndu að lengja hrygginn
- horfðu beint fram
- togaðu herðablöðin örlítið saman og niður
Velkomin/n í nýju uppáhalds stöðuna þína!
Finnst þér erfitt að sitja svona? Þá skaltu ekki halda stöðunni lengi. Settu lítinn gulan post-it miða á tölvuna þína með einhverskonar merki (Óli Prik, X, hjarta… eða bara hvað sem er) sem minnir þig á að rétta svona úr þér. Reyndu að gera þetta amk einu sinni á klukkustund. Þú hefur gríðarlega góð áhrif á líkamann og axlir með þessu einu.
Hreyfing, hreyfing, hreyfing
Þetta bara verður ekki sagt nógu oft! Til þess að losa um spennu í brjóstbaki er nauðsynlegt að hreyfa svæðið og búa til blóðflæði. Það er helsta ástæðan fyrir þessu veseni í fyrsta lagi. Einföldu æfingarnar hérna koma þér ansi langt. Gerðu þær nú þegar, ég skora á þig!
Það er nefninlega svo oft þannig að við áttum okkur ekki á hversu mikilvægt eitthvað er, fyrr en við missum það. Hjálpum hvert öðru að halda í heilsuna.
Standandi kattarteygja
- Innöndun: settu kryppu á bak og horfðu í átt að nafla
- Fráöndun: settu fettu á bak og horfðu upp á við
Viltu meira?
Fylgdu myndbandinu hérna fyrir neðan eða fáðu jógaáskorun beint í pósthólfið þitt á hverjum degi í 30 daga.
Smelltu hér fyrir 30 daga jógaáskorun.