Súkkulaðibúðingur án samviskubits!

Ef þú elskar súkkulaði eins og ég, þá átt þú eftir að vilja prófa þetta: Súkkulaðibúðingur án samviskubits! Ég er mjög hrifin af öllu súkkulaði og er stöðugt að leita að góðum og örlítið hollari uppskriftum. Hér deili ég með ykkur uppskrift að besta súkkulaðibúðing sem ég hef á ævi minni smakkað!

Auk þess að vera í hollari kantinum, þá eru innihaldsefnin fá og aðferðin einföld. Með tímanum hef ég smám saman minnkað magnið af Agave sýrópinu, einfaldlega vegna þess að þegar þú verður vön/vanur dökku súkkulaði, þá er þetta bara aðeins of sætt á bragðið!

Súkkulaðibúðingur sem á eftir að rata á eftirlætislistann

Innihald:

Súkkulaðibúðingur án samviskubits!

  • 2 Afhýdd og steinhreinsuð avócadó
  • 5 msk kakó
  • 1 1/2 dl agave sýróp (má vera minna)
  • 1 tsk vanilluduft

Aðferð:

Avókadó skorið í bita og sett ásamt öllum hinum innihaldsefnunum í mixer. Hrært þangað til allt er orðið mjúkt. Kælt í 10-15 mín (má sleppa?)

Mér fannst gott að setja smá kókosmjöl og (mikinn) rjóma út á þetta… jarðaber eða aðrir ávextir eflaust góðir líka.

Njótið vel!