Bóka tíma á netinu

Vissir þú að nú er hægt að bóka tíma á netinu hjá Jakkafatajóga?
Þú einfaldlega velur lausan tíma í stundaskrá á vefnum og getur gengið frá bókun á nokkrum mínútum.

Bóka tíma á netinu

Jakkafatajóga: Höfuðborgarsvæðið

 

Allir njóta góðs af

Tímarnir sem við bjóðum upp á fyrir fyrirtækjahópa eru þess eðlis að allir geta tekið þátt, líka þeim sem hafa aldrei farið í jóga áður. Við höfum sérstaklega valið einfaldar æfingar inn í prógrammið okkar sem eru sérsniðnar að skrifstofufólki, en æfingarnar nýtast öllum þeim sem sitja mikið eða sinna einhæfum hreyfingum á vinnutíma.

Jógakennarinn kemur til ykkar á umsömdum tíma og leiðir hagnýtar æfingar í ca 15-20 mín. Hægt er að framkvæma allar æfingarnar í hefðbundnum fatnaði. Okkur hitnar vissulega við hreyfingarnar en enginn ætti að svitna mikið og því þarf enginn að skipta um föt.

Í flestum tilfellum erum við að koma með reglulegu millibili til sömu hópanna. Þannig hlúa viðskiptavinir okkar að starfsfólki sínu á vinnutíma. Við erum stolt af því að taka þátt og vera hreyfiafl í heilsueflingu almennings. Það er okkar sannfæring að einföld hreyfing eigi að vera eðlilegur partur af daglegri rútínu nútímafólks.

Við tökum að okkur að koma í stök skipti til dæmis á starfsdegi eða í tengslum við hópefli.

Markmið okkar er að nýta jógaæfingar og jógaspeki til að auka ánægju fólks, stuðla að alhliða heilsueflingu og aukinni hagkvæmni með meiri afköstum á vinnutíma.

Viltu bóka tíma á netinu núna? Kíktu á stundaskrána okkar og þú getur gengið frá bókun tíma strax í dag

Bóka tíma á netinu

Jakkafatajóga: Höfuðborgarsvæðið

Ef enginn tími í dagskránni hentar þínum hóp, hafðu þá endilega samband og við reynum að koma til móts við ykkur: eyglo@jakkafatajoga.is