Mýkri mjaðmir á fimm mínútum
Mjaðmir eru sólin
Er þér stundum illt í mjóbakinu? En hálsi, eða hnjám?
Líkaminn er svo magnað fyrirbæri að verkur kemur sjaldnast fram þar sem orsök hans er. Verkir í mjóbaki geta því átt upptök sín í stífleika í mjöðm. Hér fyrir neðan eru útskýrðar nokkrar einfaldar æfingar og í vikunni setjum við svo einnig inn hagnýtt myndband inn á Facebook síðuna okkar.
Þetta þarf ekki að vera flókið til að virka, prófaðu sjálf/ur! Svona getum við hitað svæðið með einföldum hreyfingum:
- Í fyrsta lagi, stattu oftar upp! Flest sitjum við allt of lengi og það hefur ekki frábær áhrif á mjaðmir.
- Þegar þú gengur, taktu nokkur skref þar sem þú lyftir hnjánum hærra upp, þannig færðu kærkomna hreyfingu inn í nárasvæðið.
- Gerðu hnébeygju! Ef þú ert stíf/ur þá skaltu halda þér í borðið þitt svo þú missir ekki jafnvægið. Athugaðu hversu auðvelt (eða erfitt) það reynist að ná hælunum niður þegar þú ert í hnébeygjustöðunni. Flest erum við allt of stíf aftaná fótleggjum.
- Teygðu aftan á fótleggjum: Skrifstofu – útgáfa af hundi er svona: Stattu við borðið þitt og leggðu báða lófana ofan á borðið með rúmlega axlarbreidd á milli. Stígðu afturábak nokkur skref, nógu langt þangað til þú getur hallað búknum fram frá mjöðmum og leyft höfðinu að síga niður á milli lófanna. Mátaðu hvaða staða er best til að teygja aftan á fótum, þú getur beygt hnén og rétt úr þeim til skiptis. Finndu líka teygjuna á axlarsvæðinu.
- Mjaðma – hringir: Stattu upprétt/ur með rúmlega mjaðmabil á milli fóta. hreyfðu mjaðmir eins vel út í allar áttir og þú getur og myndaðu þannig stóra hringhreyfingu með mjöðmum. Passaðu að fara í báðar áttir!
Hvernig gengur?
Viltu meira af svona æfingum og betri kennslu? Hvernig væri að fá kennslu í einni hagnýtri jógaæfingu á dag í pósthólfið þitt? >>Smelltu hér til að lesa meira<<
Fylgstu svo endilega með Jakkafatajóga á Facebook, því í vikunni munum við setja inn myndband með fleiri æfingum sem eru hentugar fyrir axlir og allt þetta svæði.
Vissir þú að við bjóðum upp á svona einfalda jógatíma fyrir vinnustaði á vinnutíma? >>Sjáðu vörurnar okkar og verð hérna<< Við erum á nokkrum stöðum á landinu: Höfuðborgarsvæðinu Akranesi Akureyri Egilsstöðum >>Sendu okkur skilaboð hér<< til að fá okkur í heimsókn, þú getur bókað fyrsta tímann á kynningarverði.