Golfið er gott fyrir brjóstbak

Brjóstbak

Brjóstbak er undir miklu álagi á degi hverjum, ekki síst vegna langvarandi setu og álags sem myndast bæði á axlarsvæði og mjóbaki.

Lesa meira um
>>axlir hérna<<
>>mjaðmir hérna<<
>>nára hérna<<

Vegna langvarandi setu og (yfirleitt) vöntun á styrk í bak- og kviðvöðvum getum við orðið hokin við langvarandi setu eða stöðu. Við getum jafnvel þróað með okkur smá kryppu. Við erum nú líklega flest tilbúin til að forðast kryppu, fyrir útlitið, en hvar á að byrja?

Styrkja og liðka

Brjóstbak er nátengt axlarsvæðinu og vandamálunum sem við höfum þar. Mikil símanotkun, þar sem horft er niður í kjöltu, langtímum saman er til dæmis stór áhættuþáttur.

Brjóstbakið mótast af og er undir áhrifum af …

  • ójafnvægi á hálsvöðvum
  • stífum, stuttum brjóstvöðvum
  • löngum, veikir bakvöðvum
  • lítilli virkni í vöðvum sem styðja við hrygg
  • lítilli virkni í kviðvöðvum
  • ójafnvægi í mjaðmagrind

Eins og með svo margt annað tengt líkamanum, þá er ekkert eitthvað eitt quick fix. Heldur þurfum við að sinna öllum líkamanum eitthvað pínulítið, helst daglega, til að  kroppnum líði sem best.

Hreyfing, hreyfing, hreyfing

Þetta bara verður ekki sagt nógu oft! Til þess að losa um spennu í brjóstbaki er nauðsynlegt að hreyfa svæðið og búa til blóðflæði. Það er helsta ástæðan fyrir þessum óþægingum í fyrsta lagi. Einföldu æfingarnar hérna koma þér ansi langt. Gerðu þær nú þegar, ég skora á þig!

Það er nefninlega svo oft þannig að við áttum okkur ekki á hversu mikilvægt eitthvað er, fyrr en við missum það.  Hjálpum hvert öðru að halda í heilsuna.

 

Bókstafir fyrir brjóstbak

  • Stattu með mjaðmabil á milli fótaBrjóstbakBrjóstbakBrjóstbak
    • hafðu hnén aðeins mjúk (ekki læsa þeim)
    • virkjaðu kviðvöðvana
  • Hallaðu þér fram frá mjöðmum
    • því meira sem þú hallar þér fram, því erfiðari verður æfingin
  • Myndaðu eftirfarandi bókstafi með handleggjunum
    • Y
    • T
    • W
    • Gerðu 10 endurtekningar af hverjum bókstaf

 

Golfarasveiflan fyrir brjóstbak

  • stattu líkt og þú sért að koma þér fyrir með golfkylfu á púttvellibrjóstbak
    • mjaðmabil milli fóta
    • hné mjúk
    • hendur halda á ímyndaðri kylfu
  • Innöndun: Hreyfðu bara hægri handlegginn inn í sveifluna
    • togaðu hægra herðablað í átt að hrygg
    • farðu eins langt og þú getur upp með hendina
  • Útöndun: handleggurinn kemur til baka niður
  • Endurtaktu fyrir vinstri hlið
  • Endurtaktu 5-10x fyrir hvora hlið

 

Hryggvindan fyrir brjóstbak

  • Taktu lítið skref fram með vinstri fæti,
    • þannig að þú hafir gott jafnvægi og standir jafnt í báða fætur. brjóstbak
    • Reyndu að forðast að læsa hnjánum alveg.
  • Gríptu í olnbogana.
    • haltu höndunum nokkurnveginn í axlarhæð.
  • Innöndun: horfðu beint fram, reyndu jafnvel að lengja hrygg aðeins.
  • Útöndun: snúðu upp á þig til vinstri.
  • Endurtaktu: 2-3 sinnum fyrir þessa hlið áður en þú gerir fyrir hina hliðina.

 

Læti!?

Stundum þegar við gerum þessa æfingu þá er eins og það braki í bakinu á okkur! Ef þú finnur það gerast hjá þér, skaltu ekki hafa áhyggjur. Það er bara spenna að losna, getur jafnvel veitt vellíðan!

En höfum hugfast ráðleggingar frá hnykklæknum sem segja; að þó þetta brak sé hættulaust ef það kemur svona, þá skulum við ekki reyna að framkalla brakið að óþörfu 🙂

Viltu meira?

Fylgstu með okkur á Facebook, þangað setjum við reglulega inn myndbönd með æfingaáherslu vikunnar.
>>Sjáðu eldri myndbönd hér<<

Þú gætir einnig haft áhuga á jógaáskorun okkar; ný æfingaáhersla í pósthólfið þitt á hverjum degi? >>smelltu hér<< til að lesa meira.

Aðstoð?

Viltu fá aðstoð kennara? Bókaðu Jakkafatajóga á vinnustaðinn eða sendu okkur fyrirspurn.

 

Eygló fór sjálf að stunda jóga árið 2008 og má segja að hún hafi kolfallið fyrir áhrifunum sem iðkunin hafði á hana. Strax í janúar 2009 hóf hún svo jógakennaranám hjá Guðjóni Bergmann með það að markmiði að dýpka eigin iðkun. Þó ætlunin hafi upphaflega ekki verið að leggja stund á jógakennslu í kjölfarið, þá hóf hún að kenna reglulega tíma snemma sama ár og með tímanum fór hún að kenna sína eigin tíma undir merkjum Yoga með Eygló. Eygló hefur því stundað jógakennslu frá 2009. Árið 2013 stofnaði hún svo Jakkafatajóga með það að markmiði að koma hreyfingu inn í daglega dagskrá almennings og þannig útrýma kyrrsetukvillum.