Vellíðan

Gjöf með gjöf

Geðræn vandamál snerta okkur öll. Til dæmis er áætlað að um 80% íslensku þjóðarinnar finni fyrir þunglyndi einhverntíman á ævinni. Geðræn vandamál leynast víða Ef allir sem þurfa á hjálp að halda vegna geðsjúkdóma myndu vakna bleikir í framan á morgun kæmi það okkur sennilega verulega á óvart hversu margir það væru. Það yrði allskonar fólk í allskonar störfum og

Thai nudd – „Jóga fyrir hvíta lata manninn“

Thai nudd, eða einstaklingsmeðferð í jóga er eitthvað sem mér hefur alltaf þótt spennandi og skemmtilegt viðfangsefni. Þess vegna fór ég í námsferð til Thailands árið 2011 og lærði það sem kallast Jóganudd eða Thai Yoga Massage. Sá sem kaupir sér svona tíma hefur það eina hlutverk að slaka á, líkt og í nuddtíma, en jógakennarinn sér um að færa

Ert þú í jafnvægi?

Jafnvægi er aðalinntak jóga. Orðið sjálft merkir: sameining eða að sameina. Iðkunin felst í að sameina og samræma hreyfingu og öndun, hugsun og aðgerð, styrk og liðleika. Þannig er unnið að jafnvægi á öllum sviðum. Það er jóga. Það er þó enn útbreiddur misskilningur að eingöngu sé einblínt á teygjuæfingar í jógatímum. Margir segja við mig að það þýði ekkert

Hvernig jóga stundar þú?

Hatha jóga er sú tegund jóga sem flestir iðkendur á Íslandi leggja stund á. Iðkunin felst aðallega í þrennu: líkamsæfingum, öndunaræfingum og slökun. Orðið „Hatha“ kemur úr Sanskrít, sem er  upprunamál Jógafræðanna, og merkir „sól og tungl“ Ha=sól, Tha=tungl. Orðin tvö vísa einnig í styrk og mýkt og minna okkur þannig á að jógaæfingarnar eru bæði hitandi og styrkjandi en