Áskorun vikunnar: Djúpöndun
Afhverju djúpöndun? Við drögum andann í fyrsta sinn þegar við fæðumst og fyllumst lífi. Megnið af tímanum hugsum við ekki út í öndun eða andardrátt okkar – ekki fyrr en það amar eitthvað að. Þannig gengur það alveg þangað til við göngum veginn okkar á enda og öndumst. Einhver gæti spurt hvers vegna í ósköpunum við þyrftum að æfa